Sálfræði vatnanna – Guðrún Kristjánsdóttir

Sýning Guðrúnar Kristjánsdóttur í Hallgrímskirkju 2014

eftir Ólaf Gíslason

Á brennheitt andlit/ fellur blátt regn/ hinna blávængjuðu daga.

Inn í hugans neind/ kemur nóttin/ eins og nafnlaus saga.

Og nekt þess sem er/ týnir nálægð sín sjálfs/ út í nætur og daga.

Sú mynd sem skáldið Steinn Steinarr dregur hér upp í 13. ljóðinu um Tímann og vatnið er merkingarlaus út frá hefðbundinni rökhugsun og verður að flatneskju ef við reynum að skýra merkingu hennar út frá reglum rökhugsunarinnar. Það tugumál sem hér talar til okkar vísar út fyrir þá rökvísi sem segir okkur að regndropinn sé bara vatn, andlitið bara gríma og dagurinn bara tala í dagatalinu. Þetta er tungumál sem vísar út fyrir fyrirfram skilgreinda merkingu orðanna og talar máli myndanna. Og myndirnar sem orðin mynda eiga sér heldur ekki skilgreinda fyrirmynd sem við getum umorðað eða ummyndað til frekari „útskýringar“. Þessi orð og þessar myndir skáldsins smeygja sér inn í vitund okkar og skilja eftir sig för eða áverka, sem við getum ekki skilgreint án þess að detta ofan í hreina flatneskju þess hversdagsleika þar sem órar draumanna hafa verið útilokaðir og öll hættusvæði afgirt og merkt sem bannsvæði. Engu að síður erum við snortin. Snortin vegna þess að við finnum bergmál af þessari mynd innra með okkur, hún opnar okkur sýn inn í áður hulda innheima okkar sjálfra. Þessi mynd, sem er svo einföld að hún er næstum því ekki neitt, verður samt eitthvað óendanlega stórt. Eins og dropinn sem fyllir skál vitundar okkar og gárar vatnið út í óendanleikann…

Þetta gerist þegar skáldin ná því marki að búa til lifandi tákn, tákn sem lifa ekki fyrir merkingu sína, heldur fyrir virknina eina og áhrifin sem þau framkalla. En eins og sálfræðingurinn Jung sagði, þá er hið lifandi tákn ávalt tvírætt, það vísar út fyrir heim skigreininganna yfir í hið dulvitaða eða óþekkta og endanlega vísar það aftur í sjálft sig og ekkert annað, því ekkert annað getur framkallað virkni þess. Það er einkenni alls skáldskapar að hann rýfur fyrirfram skilgreind ytri mörk tungumálsins, skáldið er ávalt statt á hættusvæði óranna þar sem rökhyggjuna þrýtur og demónar geðveikinnar gerast ráðríkir. Demónar þeirrar sturlunar sem býr í öllum mönnum og við þekkjum meðal annars úr draumum okkar. Það er sú sturlun sem sálfræðin hefur kallað dulvitaða kviku hins náttúrlega hvatalífs mannsins. „Égið er ekki húsbóndi á sínu heimili“, sagði Freud, og daglegt líf sérhvers manns er bundið spennu milli regluverks rökhugsunarinnar og þeirra löngunaróra sem skáldin ein kunna að gefa form í táknmyndum sínum. Táknmyndum sem gefa löngunum okkar og draumum vængi. Langanir og draumar eru önnur hliðin á sálarlegri vöntun. Okkur langar ekki í það sem við höfum, heldur það sem við höfum ekki. Langanir okkar eru drifkrafturinn sem við nærumst á, og skáldin hjálpa okkur að skynja langanir okkar og gefa þeim vængi. Að þekkja langanir sínar og drauma og kunna að fylgja þeim eftir er leiðin til þess að verða við sjálf. Það er vegferð sem endist svo lengi sem lífið sjálft, svo lengi sem löngunin til að lifa er til staðar. Til þess að skilja og skynja langanir okkar og drauma þurfum við táknmyndir. Þess vegna er skáldskapurinn manninum lífsnauðsyn.

Þegar við höfum skilgreint merkingu táknmyndarinnar hættir hún að vera tákn vegna þess að skilgreiningin hefur innbyrt hinn dulvitaða og óþekkta hluta myndarinnar, svipt hana virkni sinni og gert hana að merki. Hún opnar ekki lengur sýn inn á hættusvæði hins dulda heims langana okkar, vísar okkur ekki lengur leiðina til okkar sjálfra. Þess vegna er okkur lífsnauðsyn að endurnýja tungumálið, rjúfa varnarmúrana og öryggiskerfin sem hið staðlaða tungumál samfélagsins lokar okkur inni í.

Franski heimspekingurinn Gaston Bachelard hefur skrifað merkilegar bækur um sálfræði efnisheimsins, einkum með tilliti til höfuðskepnanna, jarðar, vatns, lofts og elds. Bók hans, „Sálfræði vatnanna“ ber fljótt á litið ögrandi titil, þar sem okkur hefur verið kennt að líta á efnisheiminn sem sálarlausan. Boðskapur Bachelards er hins vegar sá, að gagnvart manninum er náttúran lifandi vera, því maðurinn samamsamar sig ekki bara með náttúrunni, heldur er hann líka hluti af henni, og því er sálgreining vatnanna honum jafn sjálfsögð og sálgreining náungans. Og reyndin er sú, ef litið er til fortíðarinnar, að frá upphafi vega hefur maðurinn manngert náttúruöflin og sálgreint þau í goðsögum sínum og trúarbrögðum.

Í bók sinni gerir Bachelard mikilvægan greinarmun á því sem hann kallar formlegt og efnislegt ímyndunarafl. Hið formlega ímyndunarafl tekur til ytra útlits hlutanna, skrautfengni og yfirborðs, hið efnislega ímyndunarafl tekur til dýpri og innri eðliseiginleika efnisins, eiginleika er geta tekið til kynferðis, eðliskosta eða áráttu svo dæmi séu tekin: eldurinn er karlkyns eins og loftið, jörðin er kvenkyns eins og vatnið, vatnið hneigist að hinu lárétta, eldurinn að hinu lóðrétta, sólsetur á sjónarrönd hafsins tengir saman himinn og jörð og felur í sér dauða og endurfæðingu o.s.frv.

Iðntæknisamfélagi samtímans hættir til að líta á náttúruna og efnisheiminn sem hráefni fyrir manninn til úrvinnslu og neyslu. Samkvæmt þeirri sýn hefur okkur verið kennt að náttúran sé sálarlaust hráefni. Ljóðaflokkur Steins Steinars um Tímann og vatnið, sem hér var vitnað til, sýnir hins vegar djúpan skilning á sálfræði vatnanna: þau birta okkur örlög mannsins. Hið lifandi vatn uppsprettulindarinnar linnir ekki látum fyrr en það hefur náð endamarki sínu í láréttum hafsfletinum: „sársauki vatnsins er án enda“ segir Bachelard, og bætir við: „Í dýpsta kjarna efnisins eru dulin gróðuröfl að verki. Í nótt efnisins vaxa svört blóm sem hafa sitt mjúka yfirborð og sinn ilm.“ Heimspekingurinn grípur þannig til skáldamálsins til að skýra mál sitt og gæti þess vegna tekið undir með Steini Steinarr:  „en draumur minn glóði /í dulkvikri báru/ á meðan djúpið svaf. Og falin sorg mín/ nær fundi þínum/ eins og firðblátt haf“.

Vatnið í kringlóttri glerskál Guðrúnar Kristjánsdóttur hvílir á svörtum sandi á gólfinu í fordyri Hallgrímskirkju og gárast af fallandi dropum úr loftinu við niðandi undirleik tóna Danéls Bjarnasonar. Það er umlukt af bláma veggjanna sem leiðir okkur áfram inn í sjálfa kirkjuna allt inn að kórhvelfingunni þar sem bláminn í gluggaröðinni ber okkur áfram út í dagsbirtuna.

Spyrjum ekki hvað þessi innsetning merkir, því hún er ekki útskýring á neinu, ekki frekar en ljóðið um tímann og vatnið. Við getum leitað í goðafræði og guðfræði vatnanna og spunnið úr þeim ótal hliðstæður og vísanir sem gætu verið fróðlegar sögulega séð: sögur um hreinsun, dauða og endurfæðingu, sögur um vatn lífsins og mjólk jarðarinnar, sögur um vatnið sem mynd sálarinnar og skálina sem móðurkviðinn og mjólkurþrungið móðurbrjóstið, sögur um gárurnar á vatninu sem frjóvgun andans og sögur af heilsulindum Asklepiusar og Maríu og heilsulaug Betesda í Jóhannesarguðspjalli, það eru allt sögur um sálfræði vatnanna sem tengjast þessari mynd, en á endanum vísar hún fyrst og fremst í sig sjálfa. Hún er tilraun til að kafa ofan í ímyndunarafl efnisins sem er á endanum ímyndunarafl okkar sjálfra, vegvísir á leiðinni að verða við sjálf.

 

Guðrún Kristjánsdóttir: Water, 2013

 The Psychology of Water

 A short essay on “Water”, the installation of visual artist Guðrún Kristjánsdóttir in Hallgrímskirkja, Reykjavik, inaugurated the 16th of August 2013.

On a burning face/ falls the blue rain/ of blue-winged days.

Into the mind’s nullity/ night comes/ like an untitled story.

And the nakedness of that which is/ loses the nearness of itself/ in nights and days.

The image that poet Steinn Steinarr sketches here in the thirteenth poem of his series Time and Water is meaningless to conventional reason and falls flat if we try to explain its meaning using logical rules. The language addressing us here points beyond the rationality that tells us raindrops are just water, a face just a mask, a day a number on a calendar. This is a language that points beyond prior definitions of words, to speak the language of images. Moreover, the images formed by these words are not based on any definite model that we can rephrase or refigure for purposes of explanation. The poet’s words and images penetrate our consciousness and leave behind an imprint or wound which we can’t define without falling into a purely banal mundanity from which the fantasies of dream have been excluded, all danger zones fenced and designated off-limits. Nonetheless we are moved. Moved because we feel this image echo inside us; it discloses to us a previously-hidden inner world of our own. This image, so simple that it almost comes to nothing, nevertheless becomes something infinitely big, like the drop that fills the bowl of our consciousness and ruffles the water clear out to infinity…

This occurs when poets reach the point of making living symbols, symbols that live not for their meaning but for their efficacy alone, the effects they elicit. As the psychoanalyst Jung said, a living symbol is always ambiguous; it points beyond the world of definitions toward the unconscious and unknown and ultimately back toward nothing but itself, since nothing else can elicit its effect. It is characteristic of all poetry to breach the previously-defined outer limits of language; the poet is always situated in the danger zone of delerium in which rationality dwindles and the demons of insanity become imperious, demons of the madness that dwells in each of us, that we know, for example, from our dreams. This is the madness that psychology has called the unconscious core of humanity’s natural urges. “The Ego is not master in its own house,” said Freud, and each person’s daily life is strictured by tension between rational regulation and those fantasies of desire that the poets alone can give form to in their symbols, symbols that lend wings to our desires and dreams. Desires and dreams are the other side of psychic want. We desire not what we have but what we lack. Our desires are the driving force we feed upon; poets lend them wings and help us to perceive them. To recognize our desires and dreams and know how to pursue them is the way to become ourselves. This roadtrip lasts as long as life itself, so long as the desire to live remains. To understand and perceive our desires and dreams we need symbols. Hence poetry is a vital necessity for humankind.

When we have defined a symbol’s meaning it ceases to be a symbol, for definition devours the unconscious and unknown part of the image, strips it of its efficacy and makes it into a sign. It no longer discloses the danger zone of our world of hidden desires, no longer points the way to ourselves. Hence it is vitally necessary for us to renew language, breach the defenses and security systems that stagnant social language locks us into.

The French philosopher Gaston Bachelard has written remarkable books on the psychology of the material world, especially with regard to the elements. At first a title such as his Psychoanalysis of Fire seems provocative; we have been taught that the material world is inanimate. Yet Bachelard proclaims that in relation to humankind nature is a living being, for man not only identifies with nature but is part of it and thus psychoanalyzes water as naturally as he does his neighbour. And in truth, from time immemorial, man has personified natural forces and psychoanalyzed them in myth and religion.

In his book Bachelard makes an important distinction between what he calls the formal and material imaginations. Formal imagination concerns the outward appearance of objects, their decoration and surface; material imagination concerns deeper and more inward material properties, which may concern gender, personal qualities, or an obsession, for example: fire is masculine, like sky, earth is feminine, like water; water tends toward the level, fire toward the vertical; a sunset on the ocean rim joins sky and earth and conveys death and rebirth, and so on.

Contemporary technologised society tends to regard nature and the material world as raw materials for human processing and consumption. In accordance with this view we have been taught that nature is inanimate matter. Steinn Steinarr’s poem series Time and Water, quoted above, shows by contrast a deep understanding of the psychology of water: waters manifest man’s fate. Living water from a spring never rests until it reaches its goal in level ocean: “the pain of water is infinite,” says Bachelard, adding, “In the depths of matter there grows an obscure vegetation; black flowers bloom in matter’s darkness. They already possess a velvety touch, a formula for perfume.”[1] The philosopher reaches for poetic language to illustrate his case and might equally have said, with Steinn Steinarr: “but my dream glowed/in a veiled life-ripple/while the depths slept on. And my hidden sorrow/ catches up with you/ like a blue-distant sea.”

The water in Guðrún Kristjánsdóttir’s round glass bowl rests on black sand on the floor of the narthex of Hallgrímskirkja and is ruffled by drops falling from the ceiling to murmuring notes composed by Daníel Bjarnason. The blueness of the walls envelops it and draws us on through the church itself to the apse  where the blue of the windows carries us on out into daylight.

Let us not ask what this installation means, for it is not an explanation of anything, no more than is the poem about time and water. We can search the mythology and theology of waters and spin from them countless parallels and references that might be historically informative: stories of purification, death and rebirth, stories about the water of life and milk of earth, stories about water as the image of anima and the bowl as maternal womb or milk-swollen breast, stories about ruffled water as the spirit stirring from above, about the healing springs of Asclepius and Mary and the pool at Bethesda in the Gospel of John: all these stories of the psychology of water are relevant to this image, and yet this image ultimately refers  to itself. It is an attempt to fathom the imaginative power of matter that ultimately is our own imaginative power, a signpost on the way toward becoming ourselves.

Ólafur Gíslason

English translation Sarah Brownsberger


[1] Translation E. R. Farrell, Water and Dreams, 1993.

%d bloggers like this: