Hlið augnabliksins – Gretar Reynisson

Texti úr sýningarskrá Gretars Reynissonar „Áratugur“

1/1 2001 – 31/12 2010

Útgefandi: Útúrdúr, 2013

eftir Ólaf Gíslason

Skyrtur 52

Gretar Reynisson: 52 skyrtur

 

Allt fer, allt kemur aftur; hjól tilverunnar veltur um eilífð. Allt deyr, allt blómgast aftur; ár tilverunnar tekur engan enda.

Allt brotnar, allt er skeytt saman á ný; um eilífð rís hið sama hús tilverunnar. Allt kveður, allt heilsast á ný; hringur tilverunnar er sjálfum sér trúr um eilífð.

Í hverju andartaki byrjar tilveran; kringum allt „hér“  snýst hnötturinn „þar“. Miðjan er allsstaðar. Hlykkjóttur er stígur eilífðarinnar.[1]

Þannig tala dýrin til spámannsins Zaraþústra, í hinni heimspekilegu dæmisögu Friedrichs Nietzsche um spámanninn sem var „kennari hinnar eilífu endurkomu“ og talaði í myndlíkingum um mannsandann sem var fyrst kameldýr undirlægjunnar, síðan ljón hins frjálsa vilja í eyðimörkinni og að lokum drengurinn, barnið sem er „sakleysi og gleymska, nýtt upphaf, leikur, hjól sem veltur af sjálfu sér, frumhreyfing og heilagt jáyrði“[2]

Sú einstaka sýning, sem Gretar Reynisson hefur nú sett upp í Nýlistasafninu sem rökrétt framhald sýninganna 1997, 1998, 1999 og 2000,  rímar með óvæntum hætti við hina áleitnu ráðgátu Nietzsche um stöðuga endurkomu hins sama í þeim tíma sem hættir að vera línuleg saga, er stefnir að tilteknu marki samkvæmt hinni gyðinglegu kristnu hefð, en verður þess í stað að hringrás, því „Allt sem liggur beint fyrir lýgur… Allur sannleikur er boginn og tíminn sjálfur er hringur[3].

Sýning Gretars spannar fyrsta áratug 21. aldarinnar og sýnir okkur „endurkomu hins sama“ í margvíslegum myndum er mynda eina heild, eitt listaverk um tímann og veruna í sínu áþreifanlega formi og án nokkurrar hlutdeildar í útópíu handanverunnar, hvort sem hún heitir hin himneska Paradís eða hið jarðneska allsnægtaborð neyslusamfélagsins. Við sjáum hér viðarplattana með grafítskriftinni endurborna frá fyrri sýningum, en nú í nýrri endurtekningu, en líka fjölmörg sambærileg þemu eins og skyrturnar, koddana, glösin, motturnar, flögurnar, geymt og gleymt-boxin, förin (pappírsverk),  ljósmyndirnar, og videóskotin, allt vitnisburði um tímann og veruna í sinni nöktu efnislegu mynd. Hvernig getur Nietzsche hjálpað okkur að skilja þessi verk?

Sú dæmisaga, sem verður lykillinn að leyndardómi Zaraþústra, er falin í kaflanum Um sýn og ráðgátu í upphafi þriðja hluta hinnar margræðu og margbrotnu frásagnar Nietzsche. Þar er spámaðurinn á ferð með dverginn á öxlinni, og þeir koma að hliðinu sem hefur tvö andlit. Í hliðinu mætast tveir vegir, leiðin til baka sem „varir um eilífð“ og leiðin framundan sem er „önnur eilífð“. „Þessar leiðir eru í mótsögn hvor við aðra; hausar þeirra rekast saman: „-og það er hér í þessu hliði sem þær mætast. Nafn hliðsins stendur skrifað fyrir ofan: „Augnablik“.“[4]  Og Zaraþústra segir við dverginn:

Frá hliðinu Augnabliki liggur löng eilífðargata til baka: að baki okkar liggur eilífð. Hlýtur ekki allt sem hlaupið getur einhvern tímann að hafa hlaupið eftir þessari götu? Hlýtur ekki allt sem getur gerst, einhvern tíman að hafa gerst, hafa verið gert, og hlýtur það nú ekki að vera þotið framhjá? Og ef allt hefur áður verið til: hvað heldurðu þá, dvergur, um þetta augnablik? Hlýtur ekki einnig þetta hlið að hafa verið til áður?… hljótum við ekki eilíflega að koma aftur?“

Þar sem Zaraþústra á í þungum þönkum um þetta hlið Augnabliksins heyrir hann skyndilega smalahund ýlfra í tunglsljósinu og kemur síðan auga á liggjandi smala „með afmyndað andlit sem engdist, tók andköf, hristist, og niður úr munni hans hékk þung svört slanga.“ Smalanum lá við kæfingu og Zaraþústra reyndi árangurslaust að toga snákinn úr kverkum hans en skipaði svo: „Bíttu, bíttu! Hausinn af!“. Og smalinn fór að óskum hans, spýtti slönguhausnum langt út úr sér og spratt á fætur. „Ekki lengur smali, ekki lengur maður, – hann var umbreyttur, það geislaði af honum og hann hló!“ Aldrei hafði Zaraþústra heyrt slíkan hlátur: „Þrá mín eftir þessum hlátri tærir mig upp; ó, hvernig fæ ég þolað að halda áfram að lifa! Og hvernig fengi ég afborið að deyja núna![5]

Þetta eru draumkenndar myndir og ráðgátur, og Zaraþústra biður lesandann að ráða þær. Alla tíð síðan hafa lesendur Nietzsche glímt við þessa þraut, því sjálfur talar Nietzsche bara í líkingum.

Hin eilífa endurkoma hins sama var martraðarfull uppgötvun fyrir Zaraþústra, og hún gegnir lykilhlutverki í allri heimspeki Nietzsche, þar sem hún er órjúfanlega tengd hugmyndum hans um „tómhyggjuna“, „dauða Guðs“ og „viljann til valds“. Sá tími sem gengur í hring er án markmiðs og þar með án sögulegs tilgangs. Hann er í raun mynd þeirrar tómhyggju sem Nietzsche skilgreinir svona: „Það vantar markmið, það vantar svar við spurningunni hvers vegna?; hvað merkir tómhyggjan? – að hin æðstu gildi glati öllu gildi.[6] Hin eilífa endurkoma er endurkoma tómsins, og hún vekur Zaraþústru hrylling. Það sem sagan af smalanum segir, er hins vegar leiðin sem Zaraþústra finnur út úr martröðinni: að bíta höfuðið af snákinum sem er ímynd þess tíma sem etur sjálfan sig og hefur fest sig í koki smalans.  Þessi verknaður er í dæmisögunni verknaður hins frjálsa vilja sem horfist í augu við óvin sinn, hina eilífu endurkomu tómsins, og tekst á við hana með þeim umskiptum sem vekja yfirmannlegan hlátur. Yfirmenni Nietzsche hefur ekkert með yfirdrottnun að gera, eins og oft er haldið fram,  heldur var það maðurinn sem náði með viljaverknaði sínum að yfirstíga tilvistaraðstæður sínar í vítahring endurtekningarinnar og öðlast þá handanveru sem tilheyrði jörðinni og hinu mennska samfélagi en ekki himninum og drottinvaldi Guðdómsins.

Það sem Nietzsche boðar með þessari sögu er ekki brotthvarf tómhyggjunnar heldur tilfærsla hennar yfir á nýtt svið, þar sem hún öðlast jákvætt gildi. Þetta er kannski kjarni þversagnarinnar sem Nietzsche var alltaf að glíma við: saga mannsandans sem fyrst lifði í undirgefni kameldýrsins gagnvart drottni sínum, reis síðan upp í anda ljónsins í þeirri eyðimörk þar sem ekkert var að finna, en umbreyttist síðan í gleymsku og sakleysi barnsins sem endurheimti hlátur og léttleika smalans sem hafði bitið höfuðið af skömminni.

Með ótrúlegri staðfestu sem nálgast þráhyggju hefur Gretar Reynisson tekist á við þann tilvistarvanda sem við finnum krauma undir í öllum texta Nietzsche. Verk hans takast ekki bara á við tómið með óvægilegu raunsæi og hreinskiptni, þau ögra ekki bara tómhyggju svarta snáksins, þau ögra líka allri þeirri fagurfræði sem leitast við að breiða yfir og loka fyrir óþægilegar hugsanir um það, hvernig „hin æðstu gildi hafa glatað öllu gildi“ í samtímanum, svo notuð sé skilgreining Nietzsche á tómhyggjunni. Um leið og verk hans yfirstíga hefðbundna fagurfræði opna þau augu okkar fyrir tilvistarlegum þversögnum í samtímanum þar sem „hlið Augnabliksins“ mætir okkur nýtt á hverjum degi og hinn listræni gjörningur bítur höfuðið af snáknum í eilífri endurkomu hans.

 

[1] Friedrich Nietzsche: Svo mælti Zaraþústra – Bók fyrir alla og engann, Háskólaútgáfan 1996. Þýð.: Jón Árni Jónsson. Bls. 218-19

[2] Sama rit bls. 54

[3] Sama rit bls. 166

[4] Sama rit bls. 166

[5] Sama rit, bls. 168

[6] F. Niertzsche: Nachlassene Fragmente 1887-1888.

Gretar Reynisson 1461dagur

Gretar Reynisson at The Living Art Museum 2013 – English

Gretar Reynisson Geymt en gleymt 2001-...
Gretar Reynisson: "Kept but forgotten" -used objects in wooden boxes 2001 -2012 

The Gate of the Moment

Addressing Gretar Reynisson’s art exhibition in The Living Art Museum 2013 and remembering Friedrich Nietzsche

‘Everything goes, everything comes back; eternally rolls the wheel of being. Everything dies, everything blossoms again; eternally runs the year of being. Everything breaks, everything is joined anew; eternally the same house of being is built. Everything parts, everything greets every other thing again; eternally the ring of being remains faithful to itself. In every Now, being begins; round every Here rolls the sphere There. The centre is everywhere. Bent is the path of eternity.’[1]

This is how the animals speak to Zarathustra in Friedrich Nietzsche’s philosophical allegory about the prophet who is ‘the teacher of the eternal recurrence’ and who talks metaphorically about the human spirit, first as the oppressed camel, then as the lion of free will in the desert, and finally as the boy, a child who is ‘innocence and forgetting, a new beginning, a game, a self-propelled wheel, a first movement, a sacred “Yes”.’[2]

The unique exhibition that Gretar Reynisson has now installed in the Living Art Museum is the logical progression of exhibitions from 1997, 1998, 1999 and 2000, and corresponds in a surprising way with Nietzsche’s haunting riddle about eternal recurrence, where time ceases to be a linear narrative pointing towards a determined goal, according to Judeo-Christian tradition, but instead becomes a circle, as ‘All that is straight lies … All truth is crooked; time itself is a circle.’[3]

Gretar’s exhibition spans the first decade of the 21st century, showing us ‘eternal recurrence’ in a variety of forms, to create a single, unified work of art about time and existence in its tangible form, unrelated to any transcendental utopia, be it heavenly Paradise or the wordly delights of the consumer society. In the exhibition, we see the plywood plates with graphite inscriptions revived from previous exhibitions, but now in a new sequence, and also numerous corresponding forms, such as shirts, pillows, glasses, doormats, scales, kept-but-forgotten boxes, crumpled papers, photographs and video sequences, all of which bear witness to time and existence in its naked, material form. How can Nietzsche help us to understand this work?

The allegory that becomes the key to Zarathustra’s mystery is found in the chapter On the Vision and the Riddle, at the start of the third part of Nietzsche’s complex and equivocal narrative. Here, the prophet is travelling with a dwarf on his shoulder, and they arrive at a gate with two faces. Two paths meet at the gate; the way back, which ‘stretches back for an eternity’ and the way forward, which is ‘another eternity. They contradict each other, these paths; they offend each other face to face; and it is here at this gateway that they come together. The name of the gateway is inscribed above: “Moment.”’[4] And Zarathustra says to the dwarf, ‘“From this gateway, Moment, a long, eternal lane leads backward: behind us lies an eternity. Must not whatever can walk have walked on this lane before? Must not whatever can happen have happened, have been done, have passed by before? And if everything has been there before – what do you think, dwarf, of this moment? Must not this gateway too have been there before? … must we not eternally return?“[5]

As Zarathustra is contemplating the gate Moment he hears a sheepdog howling in the moonlight, and then notices a shepherd lying on the ground, ‘his face distorted, and a heavy black snake hung out of his mouth’. The shepherd is suffocating and Zarathustra tries in vain to pull the snake from his throat, before commanding him to ‘Bite! Bite its head off! Bite!’ The shepherd does as he is asked, then spits the serpent’s head far away from himself and leaps to his feet, ‘No longer shepherd, no longer human – one changed, radiant, laughing!’ Never has Zarathustra heard such laughter: ‘My longing for this laughter gnaws at me: oh, how do I bear to go on living! And how could I bear to die now!’[6]

These are dreamlike images and riddles, which Zarathustra asks the reader to solve. Readers have searched for solutions ever since, as Nietzsche himself speaks only in metaphors.

Eternal recurrence was a nightmarish discovery for Zarathustra and it serves a vital purpose throughout Nietzsche’s philosophy, where it is inseparably related to the concepts of ‘Nihilism’, ‘Death of God’ and ‘Will to power’. Time that runs in a circle has no aim and therefore has no historical purpose. It is in fact the image of nihilism, which Neitzsche explains thus: ‘What does Nihilism mean? That the highest values devaluate themselves. The aim is lacking; “Why?” finds no answer.’[7] Eternal recurrence is the recurrence of the void and it horrifies Zarathustra. What the story of the shepherd reveals, however, is the way out of the nightmare that Zarathustra discovers: the snake stuck in the shepherd’s throat is a metaphor for time consuming itself, and the biting off of its head becomes a liberating act of the free will. Confronting the enemy, the eternal recurrence of the void, becomes an act of transformation that awakens superhuman laughter.

Nietzsche’s concept of the superman has nothing to do with the domination of others, as is often maintained, but rather concerns the man who, through his voluntary act, manages to rise above his existential state in the hellish circle of repetition, thus achieving a superior existence that belongs to the Earth and human society, and not to heaven and the dominating power of the Godhead. What Nietzsche is preaching in this story is not the elimination of nihilism, but rather its transferrence to a new setting where it acquires a positive value. This perhaps is the essence of the paradox that Nietzsche continually struggled with; the story of the human soul, which existed first in the submission of the camel towards its master, then rose up to the spirit of the lion in the barren desert, before transforming itself into the forgetfulness and innocence of the child, reclaiming the laughter and joyfulness of the shepherd that bit off the head of the snake.

With an incredible resilience that comes close to obsession, Gretar Reynisson faces the existential conundrum that we sense simmering beneath all of Nietzsche’s writing. His work not only tackles the void with relentless realism and honesty, not only challenges the nihilism of the black snake, but also challenges all aesthetics that seek to conceal or shut down uncomfortable thoughts of how ‘the highest values devaluate themselves’ in contemporary life, to use Nietzsche’s definition of nihilism. His works surpass traditional aesthetics, at the same time opening our eyes to the existential contradictions in contemporary life, where ‘the Gate of the Moment’ greets us anew each day, and the snake is beheaded through this artistic performance in its eternal recurrence.

Ólafur Gíslason

English translation: Sarah Brownsberger


[1] Friedrich Nietzsche, Thus Spoke Zarathustra, The Portable Neitzsche (Penguin, 1982), 329-330

[2] Ibid. 139

[3] Ibid. 270

[4] Ibid. 269-270

[5] Friedrich Nietzsche, Thus Spoke Zarathustra, The Portable Neitzsche (Penguin, 1982), 270.

[6] Ibid. 272

[7] Friedrich Nietzsche, The Will To Power (Kaufmann, Vintage Giant edition)

Gretar Reynisson 52 towels 1/1-31/12/2000Gretar Reynisson: 52 towels, 1/1-31/12/2000.

%d bloggers like this: