Erla Thorarinsdóttir – Das Ewig-Weibliche – english

Erla Þórarins Creatrix 2015

Das Ewig-Weibliche

 

Erla Thorarinsdottir in Hallgrimskirkja

 

By Ólafur Gíslason

When I visited Erla Thorarinsdottir at her studio to observe her works in progress for her exhibition in Hallgrimskirkja, the final words from Goethe’s tragedy about Faust started resounding in my ears like a persistent echo: „Das Ewig-Weibliche / Zieht uns hinan“, or as it sounds in the translation of A. S. Kline: Woman, eternal / Beckons us on.

Those feminine forms, the breasts, the hearts and the vulva that recurrently opens in a rhythm of forms and nuances, perpetually reborn from silver to gold, an echo of some lost motifs and vanished memories that simultaneously conjured up unfathomable visions ranging from the nocturnal silver moon to the golden sun of the day. What is this femininity about that recalls us from these works and what did Goethe mean with the final words of the Chorus Mysticus in his magnificent and ambiguous late-18th-century tragedy about human destiny? These questions have puzzled people to this present day. For Goethe’s tragedy is just as relevant today as it was in the 18th century. This story about the man that sells his soul to Mephistopheles believing this will allow him to both enjoy love and dominate the world with the assistance of evil. The multiple interpretations of Goethe’s play will not be accounted for here, let it just be assumed that Faust’s progress and struggle is no less relevant in our times, it is not a story of a conflict between heaven and earth or the Heavens and Hell, rather the conflict that goes directly through man’s mind and body and the core of what it means to be human. That the story reflects, in the words of Jung, the “alchemical process” that shapes the individual consciousness, the disintegration and then reunion in a new and distinguished form.

Whether we try to explain Erla’s and Goethe’s femininity from a religious or a secular point of view, we cannot evade looking at it as a transcendence: man must step out the box of his own existence to handle the truth that can neither be measured nor touched upon, but is an event in itself: the experience related to our inner reality that Freud called sub-conscious  and Umberto Galmberti among others has called “the sphere of the sacred”, where all logic and difference ends.[i]

The femininity Goethe indicates in Faust is neither the Virgin Mary nor Eve, rather both at the same time, neither Demeter nor Persephone if we look further back to the polytheism of the ancient Greeks, but rather both: The primordial mother-goddess of creation and death that the Lithuanian anthropologist Marija Gimbustas calls “the intimidating Venus of prehistoric times”, a prolific yet annihilating goddess of life and death whose remains have been found in prehistoric sepulchres around Europe from the period Gimbutas calls matriarchal, reaching from around 30000 B.C. to about 2500 B.C.[ii]

The images of femininity Gimbutas unmasked in the goddess figures of prehistoric European times, has a parallel in Jung’s definition of the “Kingdom of Mothers” in Goethe’s Faust, where he amongst other says:

“The Kingdom of Mothers” [in Faust] has multiple parallels to the womb that often assumes the form of sub-consciousness in creative pictorial executions. This libido is a natural force, at once good and evil, that is to say morally neutral. By connecting to this force, Faust manages to execute his life’s work, first with negative results, later on for the good of mankind. In the Kingdom of Mothers he finds the Tripod, the hermetic vessel that accommodates “the Royal Wedding [the wedding of Paris and Helen in Faust]”.[iii]

Thus Jung explains in a fairly convincing way the “alchemic” ideas that form the basis of Goethe’s whole tragedy and epitomizes in the final “invocation of femininity” that thereby becomes one form of the unconscious archetype of the mother-goddess common to all humans.

The Hungarian cultural anthropologist Karoly Kerényi made an interesting remark on this image of femininity as it appears in Greek mythology in the mother Demeter (goddess of fertility) and her daughter Kore (otherwise known as Persephone, the queen of the Underworld or Hades), both connected to the Eleusinian mysteries in Greece. There, the initiated were granted an insight into the mysteries of afterlife. Kerényi reasons, referencing an ancient text[iv], that at the mysteries in Eleusis the mother and daughter Demeter and Kore became one person, “the Holy Mother of Eleusis”. The secret of the Eleusinian mysteries consisted in an experience that was supposed to be a “totally new, surprising and logically unfathomable” and gave people an insight into the progress of eternal life. The uniqueness of the experience of the initiated in Eleusis consisted according to Kerényi in the radical difference between “knowing something” and “being something”:

“It is one thing to have the knowledge of the seed and the germ [of Demeter], another to have experienced them both in the past and future in connection with one’s own existence and continuity. Or as professor Jung claimed: To experience in that way the recursion [apocastasi ] of the forefathers’ life and how they prolong their existence through the bridge of the living individual present and life in coming generations.  Knowledge with this core – the being in death – can certainly not be underestimated.”[v]

In short, Kerényi says, the event of “the miracle” in Eleusis took place as the attendants watched in silence how the seed of Demeter germinated, thereafter followed by a loud cry from the hierophant (high priest). The Eleusinian mysteries thus have a parallel, according to Kerényi, in the Blood Miracle that still regularly takes place in Naples today when the blood of the patron saint Gennaro liquefies again and again, 1700 years after his execution.

Kerényi, however, makes a clear distinction between a “miracle” and a “mystery”:

The miracle always and everywhere wants to become public. The mystery thrives in silence. Does the secret of every real, great mystery not lie in simplicity itself? When spoken of, it is transformed into words, in silence it is the being itself. And it is also a miracle in the way that the whole existence of man with all its controversies is.”

Let me bring this discussion about Erla Thorarinsdottir’s exhibition to a close with the final words from Faust: Alles Vergängliche /Ist nur ein Gleichnis; /Das Unzulängliche, / Hier wird’s Ereignis;/ Das Unbeschreibliche, / Hier ist’s getan; / Das Ewig-Weibliche / Zieht uns hinan. (All that is temporal is only an allegory, unsatisfactory, here it happens, the indescribable, here it is realized, the eternal feminine calls upon us.)

 

[i] Umberto Galimberti: Orme del sacro – Il cristianesimo e la desacralizzazione del sacro. Milano, 2000, p.13-31

[ii] “The Fertility Goddess or Mother Goddess is a more complex image than most people think. She was not only the Mother Goddess who commands fertility, or the Lady of the Beasts who governs the fecundity of animals and all wild nature, or the frightening Mother Terrible, but a composite image with traits accumulated from both the pre-agricultural and agricultural eras. During the latter she became essentially a Goddess of Regeneration, i.e., a Moon Goddess, a product of a sedentary, matrilineal community, encompassing the archetypal unity and multiplicity of feminine nature. She was a giver of life and promotor of fertility and at the same time wielded the destructive power of nature. The feminine nature, like the moon is light as well as dark ”Marija Gimbutas: The Gods and Goddesses of Old Europe 7000 – 3000 BC. London, 1974, pgs. 152. The most famous image of this sort is the “Venus of Willendorf”, about 25000 years old.

[iii] C. G. Jung: Symbole der Wandlung: Analyse des Vorspiels zu eine Schizophrenie, here translated from Italian: Simboli della transformazione, Torino 2002, pg. 129.

[iv] See P.Roussel: : Les cultes égyptiens à Delos, 1916

[v] Károly Kerényi: Epilegomeni. Il miracolo di Eleusi. from the epilogue of the book Einfürung in das Wesen der Myhologie, that he published in collaboration with C.G.Jung in 1941, here translated from Italian: Prologemi allo studio scientifico della mitologia, Torino 1972, pgs. 255-256.

Das ewig weibliche – Erla Þórarinsdóttir

Erla Þórarinsdóttir í Hallgrímskirkju 2015

Eftir Ólaf Gíslason

Erla Þórarins Creatrix 2015

Erla Þórarinsdóttir: Genetrix I, 2015

Þegar ég heimsótti Erlu Þórarinsdóttur á vinnustofu hennar til að fylgast með verkunum sem hún var að vinna að fyrir sýningu í Hallgrímskirkju fóru lokaorðin í sorgarleik Goethes um Fást að hljóma í eyrum mér eins og þrálátur endurómur: „Das Ewig-Weibliche / Zieht uns hinan“, eða eins og það hljómar í þýðingu Yngva Jóhannessonar: „Eilífur kallar / kvenleikinn oss“.

Þessi kvenlegu form, brjóstin, hjörtun og skautið sem opnast í endurtekinni hrynjandi formanna og litbrigðanna sem eru í sífelldri fæðingu frá hinu silfraða til hins gyllta, endurómur einhverra horfinna minna og glataðra minninga, sem um leið kölluðu fram óræðar sýnir frá mánasilfri næturinnar til hins sólgyllta dags. Hvaða „kvenleiki“ er það sem kallar til okkar úr þessum verkum, og hvað átti Goethe við með þessum lokaorðum Chorus Mysticus í hinum stórbrotna og margræða sorgarleik sínum um mannleg örlög sem hann skrifaði á síðari hluta 18. aldar,  en hafa reynst mönnum varanleg ráðgata allt til þessa dags? Því sorgarleikur Goethes á ekki síður við um samtímann en 18. öldina, þessi saga um manninn sem selur sálu sína Mefistotelesi í þeirri trú að hann geti bæði höndlað ástina og náð heiminum á sitt vald með fulltingi hins illa. Þess verður ekki freistað hér að rekja óteljandi túlkanir á sorgarleik Goethes, heldur gengið út frá þeim skilningi að vegferð Fásts og lífsbarátta eigi ekki síður við um samtíma okkar, átakalínan í þessum sorgarleik er ekki dregin á milli himins og jarðar, himnaríkis og helvítis, heldur um hug manns og hjarta í kjarna hins mannlega í sjálfu sér. Að sagan endurspegli, eins og Jung segir, það „alkemíska ferli“ til mótunar einstaklingsvitundarinnar sem felur í sér upplausn og endurfundi í nýrri og göfgaðri mynd.

En hvort sem við leitumst við að skýra þennan kvenleika Erlu og Goethes út frá trúarlegum eða veraldlegum skilningi, þá komumst við ekki hjá því að líta á hann sem handanveru: maðurinn þarf að yfirstíga ramma eigin tilveru til að höndla þann sannleika sem er ekki mælanleg og áþreifanleg stærð, heldur atburður: sú upplifun að tengjast þeim innra veruleika okkar sjálfra sem Freud kallaði dulvitund og ítalski heimspekingurinn Umberto Galimberti hefur meðal annars kennt við „svið hins heilaga“, það svið mannshugans þar sem allri rökhugsun og aðgreiningu mismunarins sleppir.[i]

Kvenleikinn sem Goethe vísar til í Fást er hvorki María né Eva, heldur báðar í senn, hvorki Demeter né Persefóna ef horft er lengra aftur til fjölgyðistrúar Forn-Grikkja, heldur báðar í senn: sú frumlæga móðurgyðja sköpunar og dauða sem litháski mannfræðingurinn Marija Gimbutas kallaði „hina ógnvekjandi Venusargyðju forsögulegs tíma“, frjósemigyðjan sem var hin skapandi og tortímandi gyðja lífs og dauða og fundist hafa merki um í forsögulegum hörgum víðs vegar í Evrópu frá þeim tíma sem Gimbutas kennir við mæðraveldið og reiknast frá því um 30000 f.Kr til um það bil 2500 f.Kr.[ii]

Sú ímynd hins kvenlega, sem Gimbutas fann staðfestingu á í gyðjumyndum forsögulegs tíma í Evrópu, á sína hliðstæðu í skilgreiningu Jungs á „Konungsríki mæðranna“ í Fást Goethes, þar sem hann segir m.a.:

„Konungsríki mæðranna“ [í Fást] á sér margar hliðstæður við móðurlífið, sem oft tekur á sig mynd dulvitundarinnar í skapandi myndrænum útfærslum. Þessi lífshvöt (libido) er náttúruafl sem er gott og illt í senn, það er að segja siðferðilega hlutlaust. Með því að tengja sig þessu afli tekst Fást að hrinda lífsverki sínu í framkvæmd, fyrst með neikvæðum afleiðingum, en síðan mannkyni til blessunar. Í konungsríki mæðranna finnur hann þrífætta kerið, það hermetíska ílát sem hýsir „hið konunglega brúðkaup [brúðkaup Parísar og Helenu í Fást]“[iii].

Þannig skýrir Jung með nokkuð sannfærandi hætti þær „alkemísku“ hugmyndir sem liggja til grundvallar öllum sorgarleik Goethes og kristallast í lokin í „ákalli kvenleikans“ sem þannig verður ein mynd hinnar dulvituðu frummyndar móðurgyðjunnar sem er sameiginleg öllum mönnum.

Ungverski trúarbragðafræðingurinn Karoly Kerényi hefur með athyglisverðum hætti fjallað um þessa mynd kvenleikans eins og hún birtist í grískri goðafræði í mæðgunum Demeter (gyðja frjósemi) og Kore (öðru nafni Persefona, drottning Hadesarheima), sem báðar tengdust launhelgunum í Elevsis í Grikklandi. Þar fengu hinir innvígðu innsýn í leyndardóma framhaldslífsins. Kerényi færir rök fyrir því með tilvísun í forna texta[iv] að í launhelgunum í Elevsis hafi mæðgurnar Demeter og Kore sameinast í einni persónu sem „hin heilaga móðir frá Elevsis“. Leyndardómur launhelganna í Elevsis fólst í upplifun sem átti að vera „fullkomlega ný og óvænt og óútskýranleg út frá allri rökhugsun“ og veita mönnum innsýn í framvindu hins eilífa lífs. Það sem gerði upplifun hinna innvígðu í Elevsis einstaka fólst í þeim róttæka muni sem Kerényi finnur á því að „vita eitthvað“ og „vera eitthvað“:

„Það er eitt að hafa vitneskju um sáðkornið [sáðkorn Demeter] og spíruna, annað að hafa upplifað í sáðkorninu og spírunni hið liðna og hið ókomna sem eigin tilveru og eigið framhaldslíf. Eða eins og prófessor Jung komst að orði: að upplifa með þeim hætti endurkomu [apocastasi] lífs forfeðranna og hvernig þeir framlengja tilveru sína í gegnum brú hins lifandi einstaklings líðandi stundar, hvernig þeir framlengja líf sitt í komandi kynslóðum. Þekkingu sem hefur þetta inntak – veruna í dauðanum – má vissulega ekki vanmeta.“[v]

Í stuttu máli lýsir Kerényi „kraftaverkinu“ í Elevsis þannig að viðstaddir hafi í þögn horft á sáðkorn Demeter springa út og í kjölfarið hafi fylgt hávært óp æðsta prestsins. Kerényi bendir á að kraftaverkið í Elevsis eigi sér vissa hliðstæðu í kraftaverkinu í Napoli, sem enn í dag á sér stað með reglubundnum hætti, þegar blóð verndardýrlingsins heilags Gennaro umbreytist í vökva á ný, 1700 árum eftir aftöku hans.

En Kerényi vill gera greinarmun á „kraftaverki“ og „leyndardómi“:

„Kraftaverkið vill ávalt og alstaðar komast í umtal. Leyndardómurinn lifir hins vegar í þögninni. Felst leyndarmál sérhvers raunverulegs stórs leyndardóms kannski ekki í einfaldleikanum sjálfum? Í umtalinu breytist hann í orð, í þögninni er hann veran sjálf. Og hann er líka kraftaverk í þeim skilningi sem sjálf tilvera mannsins með öllum sínum þversögnum er kraftaverki líkust.“

Leyfið mér að ljúka þessari umsögn um sýningu Erlu Þórarinsdóttur með þessum lokaorðum úr Fást, sem annars ágæt þýðing Yngva Jóhannessonar nær ekki að endursegja til fulls: Alles Vergängliche /Ist nur ein Gleichnis; /Das Unzulängliche, / Hier wird’s Ereignis;/ Das Unbeschreibliche, / Hier ist’s getan; / Das Ewig-Weibliche / Zieht uns hinan. (Allt hið forgengilega er aðeins líking; hið óhöndlanlega, hér verður það virkt; hið ólýsanlega, er hér raungert, kvenleikinn eilífi kallar okkur til sín. (Endursögn Ó.G.)).

[i] Sjá bókarkaflann „Um hið heilaga“ eftir Umberto Galimberti, sem birtist í íslenskri þýðingu í tímaritinu Orðið 2012, bls. 90-110.

[ii] „Frjósemigyðjan eða Móðurgyðjan er flóknari mynd en flestir halda. Hún var ekki bara Móðurgyðjan sem stjórnar frjósemi, eða drottning dýranna sem stýrir viðkomu hinnar villtu náttúru eða hin Skelfilega Móðir, heldur hafði hún til að bera einkenni bæði frá akuryrkjusamfélaginu og forvera þess. Á tíma akuryrkjunnar verður hún gyðja Endurfæðingar,  það er að segja Mánagyðja, sem er afsprengi þess kyrrsetna mæðrasamfélags er fól í sér frumlæga einingu og margfeldni af kvenlegum rótum. Hún var í senn frjósemi- og lífgjafi og boðberi eyðingarafla náttúrunnar. Hin kvenlega náttúra er af ætt tunglsins og felur í senn í sér ljósið og myrkrið.“ Marija Gimbutas: The Gods and Goddesses of Old Europe 7000 – 3000 BC. London, 1974, bls. 152. Frægasta myndin af þessu tagi er „Venus frá Willendorf“ sem mun vera um 25000 ára gömul.

[iii] C.G.Jung: Symbole der Wandlung: Analyse des Vorspiels zu eine Schizophrenie, hér þýtt úr ítalskri útgáfu: Simboli della transformazione, Torino 2002, bls. 129

[iv] Sbr P. Roussel: Les cultes égyptiens à Delos, 1916

[v] Károly Kerényi:Leyndardómurinn í Elevsis, eftirmáli bókarinnar Einfürung in das Wesen der Myhologie, sem hann gaf út með C.G.Jung 1941, hér þýtt úr ítalskri útgáfu: Prologemi allo studio scientifico della mitologia, Torino 1972, bls. 255-256.

Erla Þórarinsdóttir Creatrix Kvenleikar 2015

Erla Þórarinsdóttir: Genetrix II, 2015

%d bloggers like this: